Sproti

Sproti, sumarhús / frístunda / fjölnotahús.
Byggingarstig 1. innifelur tilbúið hús að utan með svartmálaðri timburklæðningu á veggjum og alusinki á þaki.
Að innan eru húsin einangruð og plöstuð og á gólfum eru 22mm þykkar spónaplötur.

 
Sproti 14 stærð hús breidd ca 3m, lengd ca 4,7m, hæð ca 3,9m.
Sproti 30 stærð hús breidd ca 4,5m, lengd ca 6,4m, hæð ca 4,2m.
Sproti 40 stærð hús breidd ca 5,2m, lengd ca 7,6m, hæð ca 5,4m.

Það er gott pláss fyrir svefnloft í 40fm húsunum.

Við tökum einnig að okkur að klára húsin að innan, sjá um undirstöður og flyta húsin, sé þess óskað.

Sprota húsin eru fáanleg með viðbyggingu (bíslagi).

Við höfum einnig boðið upp á þessi hús sérteiknuð og tekið að okkur að ganga frá undirstöðum, séð um flutning og pallasmíði sé þess óskað.

Húsin eru afhent í Súðarvogi 5. 104 Reykjavík.

 

Sproti 14, fjölnotahús / salernishús.
Breidd 3,0m, lengd 4,7m, hæð 3,87m

Byggingastig 1. innifelur tilbúið hús að utan með svartmálaðri timburklæðningu á veggjum og alusinki á þaki.
Að innan eru húsin einangruð og plöstuð og á gólfum eru 22mm þykkar spónaplötu.
 

Stærðir:
 
Fjölnotahús Sproti 14fm. Fullklætt að innan sem utan og dúkur á gólfi.
Salernishús Sproti 14fm. Fullklætt að innan sem utan, með milliveggjum, á gólfi er dúkur.
milliveggir, 4 salerni og 4 handlaugar.

Möguleikar á mismunandi útfærslum eru fjölmargir, hvort sem nota á húsið fyrir snyrtingu, sturtuaðstöðu, afgreiðslu, verslun, varðstöðu, gistingu fuglaskoðun, skothús eða geymslu, þá er hugmyndaflug og þarfir hvers og eins sem ákveða lokaútfærslu hússins.

Hægt er útbúa aðgengi þannig að auðvelt sé fyrir fólk í hjólastólum að nýta sér aðstöðuna.

Húsin eru afhent í Súðarvogi 5. 104 Reykjavík.

 

Einnig bjóðum við Léttir 6,45fm sem fjölnotahús / salernishús, hér má nálgast nánari upplýsingar.

Gluggagerðin | Smiðjuvegi 12 - rauð gata | 200 Kópavogi  | sími: 566 6630           fb