Sérsmíði á gluggum og hurðum

filler7Gluggagerðin framleiðir fyrsta flokks íslenska tréglugga og hurðir, bæði fyrir nýbyggingar og viðhaldsverkefni. Mikil og góð reynsla er komin á framleiðslu Gluggagerðarinnar við íslenskar aðstæður. Áhersla er lögð á fallegt útlit, góða endingu og vandaðan frágang.

Gluggagerðin kappkostar að veita afburðar þjónustu á öllum stigum framleiðslunnar, frá máltöku að uppsetningu og eftirfylgni. Öll framleiðsla Gluggagerðarinnar er gæðavottuð og eingöngu eru notuð gæðaefni og fyrsta flokks tækjakostur við smíðina. Gluggarnir frá okkur eru allir með gæðagleri frá Samverki.


Gamli glugginn úr - nýi í!

filler1Gluggaskipti - gluggaísetning. Er kominn tími á að skipta gamla glugganum út fyrir nýjan? Málið er einfalt, því Gluggagerðin sérhæfir sig í heildarlausnum vegna viðhalds á gluggum og hurðum eldri fasteigna.

Áður en vinna hefst er gert tilboð í verkið, við sérsmíðum síðan eftir óskum eigenda, tökum gluggann úr og setjum þann nýja í.

Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um vörur og verð. Hafa samband

 

 

Gluggagerðin | Smiðjuvegi 12 - rauð gata | 200 Kópavogi  | sími: 566 6630           fb