Léttir - fjölnotahús fyrir ferðaþjónustuaðila
Þjónustuhúsið Léttir er um 6 fm að stærð og sérstaklega hannað með ferðaþjónustuaðila í huga og getur m.a. nýst sem salernis- eða sturtuaðstaða. Lögð er áhersla á að húsin endist vel og séu auðveld í þrifum.
Hægt er að velja ýmsar útfærslur eftir aðstæðum og hafa m.a. verið framleidd hús fyrir salerni, þvottaaðstöðu, sturtur, gistingu, afgreiðslu eða sem geymslurými. Léttir er fáanlegur með eða án skyggnis. Husin eru klædd að utan með rásuðum 12mm krossvið og með alusinkað bárustál á þaki. Að innan eru húsin klædd með sterkum endingagóðum harðplastplötum sem auðvelt er að þrífa.
Léttir hefur m.a. verið notaður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum og hefur þar staðist mikið álag og mikla notkun.
Hafðu samband til fá nánari upplýsingar. Hafa samband