Sumarhús á þjóðlegum nótum
Gluggagerðin framleiðir þjóðleg og falleg timburhús bæði fyrir einstaklinga sem og ferðaþjónustuaðila. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á þjóðlegt útlit við hönnun húsa Gluggagerðarinnar og hefur svarti litur húsanna, efnisval og byggingarlag fallið einstaklega vel að íslensku landslagi. Hægt er að fá húsin frá Gluggagerðinni afhent á mismunandi byggingarstigum.
Hjá Gluggagerðinni eru fáanlegar þrjár megingerðir af vönduðum timburhúsum, en einnig er hægt að fá hús sem eru sérhönnuð og sniðin að þörfum viðskiptavinarins.
• Sproti er fáanlegur í nokkrum stærðum, frá 14 fm til 60 fm, en stækka má húsið enn frekar með því að bæta við bíslögum. Lesa nánar
• Óðal er nýjasta húsið frá Gluggagerðinni, en stærð þess er um 100 fm. Húsin eru með tveimur bíslögum og sérlega vönduð í alla staði og grunnskipulagið er hannað af Rut Káradóttur innanhússarkitekt. Lesa nánar
• Þjónustuhúsið Léttir er um 6 fm að stærð og sérstaklega hannað með ferðaþjónustuaðila í huga og getur m.a. nýst sem salernis- eða sturtuaðstaða. Lesa nánar