Sproti - þjóðlegur og fallegur

DSC00397Sproti er timburhús sem hannað er í þjóðlegum stíl og sérstök áhersla lögð á fallegt útlit sem prýði er af í íslenskri náttúru. Fyrsti Sprotinn var hannaður árið 2004, en í dag má finna hann víða um land og er hann auðþekkjanlegur af rauðu hurðunum.

Sproti er fáanlegur í nokkrum stærðum, eða frá 16 fm að 60 fm, ýmist með eða án bíslaga. Sproti er með bandsagaða vatnsklæðingu á útveggjum sem tvímáluð er með svartri olíumálningu, gluggar eru hvítir og útidyra- og stofuhurðir eru dimmrauðar. Þak Sprotans er ýmist með svörtu bárujárni eða timburklæðningu. Sprota húsin eru einlyft með mikinn þakhalla (45°), sem eykur nýtingarmöguleika rissins og því getur loftið m.a. nýst sem svefnrými.

bergmennHægt er að velja afhendingu Sprotans á mismunandi byggingarstigum.

Hafðu samband til fá nánari upplýsingar. Hafa samband

 

Gluggagerðin | Smiðjuvegi 12 - rauð gata | 200 Kópavogi  | sími: 566 6630           fb